SMT - skólafærni

er aðferð byggð á sterkum grunni kenninga og rannsókna. SMT skólafærni hefur verið innleidd í um helming leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar. Markmið SMT Skólafærni er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks. Áhersla er á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með því m.a. að kenna og þjálfa félagsfærni, hvetja æskilega hegðun og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun.

Megin áherslur SMT aðferðarinnar eru skýr fyrirmæli, kennsla í félagsfærni, jákvætt inngrip og virk notkun félagslegrar hvatningar. Nemendum eru kenndar reglur skólans á beinan hátt sem og að nemendum eru sett mörk á einfaldan og sanngjarnan hátt.

Yfirreglurnar okkar eru þrjár: að fara eftir fyrirmælum, að vera á sínu svæði og hafa hendur og fætur hjá sér.

Unnið er með ákveðin verkfæri til að ýta undir jákvæða hegðun nemenda og draga úr hegðunarvanda. Þessi verkfæri eru: Fyrirmæli, hvatning, mörk og lausn vanda. Í öllum samskiptum gefa kennarar skýr fyrirmæli, eru vingjarnlegir, nákvæmir og hnitmiðaðir. SMT reglur skólans eru sýnilegar með leiðbeinandi myndum á veggjum. Kennarar minna á reglurnar án þess að vera með óþarfa endurtekningar. Mikil áhersla er lögð á að hvetja nemendur og styðja þannig við jákvæða hegðun og ýta undir sjálfstraust og vellíðan nemenda. Nemendum er hrósað nákvæmt og kennarar nota gjarnan félagslega hvatningu eins og bros, þumal, fimmu og knús en setja jafnframt orð á þá hegðun sem verið að að hrósa fyrir. Nemendur safna einnig brosum og halda umbuna veislur. Kennarar vinna markvisst að lausnaleit, skráningum og eftirliti og leitast við að leiðrétta neikvæða hegðun og styrkja jákvæða. Börnunum eru sett mörk þar sem notast er við verkfæri SMT eins og skýr fyrirmæli, leikhlé og uppbótarverkefni. Sérstök áhersla er lögð á jákvæða svörun og að kennarar eru fyrirmyndir barnanna.

PMTO – foreldrafærni, er hliðstæð aðferð við SMT og stendur fyrir "Parent Management Training Oregon". Foreldrum stendur til boða að sækja PMTO námskeið með því að óska eftir því að skóli barnsins hafi milligöngu með umsókn. Með aðferð PMTO er unnið með ákveðn verkfæri, eins og í SMT, sem stuðla að jákvæðari hegðun barns. Verkfærin eru: skýr fyrirmæli, kerfisbundin hvatning, að setja mörk, að nýta markvisst eftirlit, að leysa ágreining, að eiga jákvæða samveru með börnum sínum, tilfinningastjórnun, samskiptatækni, tengsl heimila og skóla. Nánar um PMTO hér.

smt- svona vinnum við í Klöppum

Ársáætlun 2023-24 smt




© 2016 - 2024 Karellen