Leikskólinn Klappir hefur hafið þá vegferð að verða Heilsueflandi leikskóli.

Heilsueflandi leikskóla á vegum embættis landlæknis er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi leikskólans. Heilsueflandi leikskóli leggur sérstaka áherslu á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu og er mataræðið einn af þeim.

Í Klöppum er vel útbúið eldhús, bæði í tækjakosti og vinnuaðstöðu. Leitast er við að elda sem flest frá grunni og sneiða hjá unni matvöru. Matarframboð og matseld er í samræmi við ráðleggingar Embættis Landlæknis þ.e. Handbók fyrir leikskólaeldhús, Ráðlegginar um mataræði, fæðuhringinn og diskinn (sjá veggspjald).

Við veljum ávallt besta kostinn í hráefnavali, fyrst og fremst út frá heilsu og næringarlegu sjónarmiði:

  • Alla morgna er boðið uppá hafragraut, morgunkorn, ávexti, mjólk og/eða súrmjólk og vatn.
  • Í hádeginu er boðið uppá næringaríkan og góðan heimilismat og er ávallt boðið uppá grænmeti, ávöxt og vatn til drykkjar.
  • Boðið er uppá fisk tvisvar í viku, þorsk og einnig feitari fisk s.s. bleikju, hlýra eða steinbít.
  • Grænmetis og/eða baunaréttir eru á matseðli í hverri viku auk kjötrétta.
  • Í síðdegishressingu er boðið uppá heimabakað gróft brauð, gróft hrökkbrauð og álegg. Það álegg sem notast er við er t.d ostur, smurostur, egg, kæfa og 1.flokks skinka. Einnig er alltaf boðið uppá grænmeti, ávexti, vatn og mjólk til drykkjar.
  • Brauðið sem boðið er uppá er bakað á staðnum og er eingöngu boðið uppá gróft, sykurlaust brauð, hvort heldur sem er í síðdegishressingu eða með mat.
  • Salti og blönduðum kryddum er haldið í lágmarki og við leitumst við að nota hrein krydd og sleppa viðbættum sykri.
  • Börn sem fengið hafa vottorð vegna óþols eða ofnæmis fá sérsniðið fæði. Við notum hafravörur í stað mjólkurvara. Þá er leitast við að nota calsíum bættar vörur án viðbætts sykurs.
  • Einu sinni í mánuði er haldin ávaxtaveisla þar sem við bjóðum uppá ávexti sem eru ekki í boði dags daglega s.s. nokkrar gerðir af melónum og vínber svo eitthvað sé nefnt.

Við á Klöppum höfum ákveðið að hálda í ákveðnar íslenskar hefðir:

  • Á bóndadaginn er haldið þorrablót í Klöppum þar sem boðið er uppá hefðbundinn þorramat.
  • Á bolludag er boðið uppá fiskibollur í hádegismat og heimagerðar grófar brauðbollur í síðdegishressingu.
  • Á sprengidag er boðið uppá saltkjöt og baunir.
  • Á öskudegi er boðið uppá matarmiklar pizzur í hádegismat með vel völdu úrvals áleggi.
  • Á Þorláksmessu er boðið uppá nætusaltaðan fisk og rúgrauð.
  • Á jólunum er boðið uppá nýtt lambakjöt, kartöflur, grænmeti og sósu.
  • Á afmælisdegi barnanna velja þau sér kórónu, skraut á stólinn sinn, disk og glas með fallegum myndum. Sunginn er fyrir þau afmælissöngur í samverunni og boðið uppá ávexti.
© 2016 - 2024 Karellen