Heilsueflandi leikskóli

Heilsueflandi leikskóla á vegum embættis landlæknis er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi leikskólans.

Í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 eru heilbrigði og velferð skilgreind sem einn af sex grunnþáttum menntunar sem leikskólar eiga að hafa að leiðarljósi og innleiða í öllu sínu starfi.

Mikill samhljómur er með starfi Heilsueflandi leikskóla og grunnþættinum um heilbrigði og velferð. Heilsueflandi leikskóli mun því nýtast leikskólum sem verkfæri til að innleiða þann þátt í starf sitt.

Sérfræðingar á sviði áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis skipa stýrihóp Heilsueflandi leikskóla og hafa þeir notið stuðnings vinnuhópsins við að móta drög að viðmiðum fyrir Heilsueflandi leikskóla.

Heilsueflandi leikskóli leggur sérstaka áherslu á að vinna með níu lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þeir eru: Hreyfing, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsa, fjölskylda, farsæld, nærsamfélag og starfsfólk.

Gert er ráð fyrir að Heilsueflandi leikskólar setji sér heildræna stefnu um heilsueflandi skólastarf, ásamt tímasettri aðgerðaáætlun, og að í skólanámskrá sé tekið mið af stefnunni.

Stefnan þarf að vera unnin í góðu samstarfi skólastjórnenda, kennara, annars starfsfólks, foreldra, barna og nærsamfélagsins en þannig næst bestur stuðningur við málefnið.

Reglulega þarf síðan að meta árangur stefnunnar og endurmeta hvert viðmið fyrir sig svo við höldum alltaf áfram á réttri leið.
Við á Klöppum byrjuðum innleiðingu haustið 2021 og stefnum á að klára innleiðingu árið 2025.

Gátlistar - Heilsueflandi leikskóli

Hér fyrir neðan er hægt að finna ýmsar upplýsingar er varðar heilsu barna.

Tannvernd: Hér er hægt að finna upplýsingar er varðar tannheilsu barna á leikskólaaldri sem og tannverndarstefnu Klappa.

Verndum börn: Öll börn eiga rétt á að vera vernduð gegn ofbeldi. Á heimasíðu Heilsuveru er að finna upplýsingar um tegundir ofbeldis, afleiðingar þess og hvernig má bregðast við ef grunur leikur á að barn sé að verða/hafi orðið fyrir einhvers konar ofbeldi eða vanrækslu.

Forvarnir gegn einelti: Hér má finna upplýsingar um einelti. Hér má finna upplýsingar um Blæ - vináttuverkefnið okkar.

Hreyfing er mikilvæg í leik og starfi. Í Klöppum fer fram markviss hreyfing í daglegu starfi en hér má einnig sjá hvaða hreyfing er í boði í sveitarfélaginu.

Skjátími er málefni sem alltaf er gott að vera meðvitaður um. Hér er fræðsluefni um skjátíma barna og hvernig hægt er að koma í veg fyrir að hann verði of mikill.


© 2016 - 2025 Karellen