Velkomin á Rjóður
Í Rjóðri tökum við á móti yngstu börnunum í leikskólanum. Hjá okkur eru 16 börn fædd árið 2024 sem eru að stíga sín fyrstu skref í leikskólagöngu. Hérna ríkir hlýlegt og rólegt andrúmsloft þar sem nemendur fá að vaxa, kanna og tengjast í gegnum leik og samveru.
Í Rjóðri er unnið út frá áherslum Klappa og námssviðum Aðalnámskrár leikskóla. Við höfum til hliðsjónar Skólastefnu Akureyrarbæjar og lög um leikskóla.
Helstu áherslur í starfi Klappa eru:
a) Heilsuefling – Að stuðla að heilbrigði og velferð allra sem að skólanum koma.
b) Umhverfismennt og menntun til sjálfbærni – skólinn er kominn á græna grein hjá Landvernd.
c) SMT skólafærni – stuðlað að góðu námsumhverfi, auka félagsfærni og ýta undir æskilega hegðun.
d) Réttindaskóli Unicef – Barnasáttmálinn er hafður að leiðarljósi í öllu starfi skólans.
Deildarsími Rjóðurs: 4143165
Gemsanúmer Rjóðurs: 6113905
Í Rjóðri starfa:
Kolbrún Gígja Einarsdóttir, deildarstjóri kge@akmennt.is
Monika Wlazlak, leikskólakennari
Agata Kristín Oddfríðardóttir, leikskólakennari
Eyrún Ósk Ingólfsdóttir, háskólamenntaður starfsmaður í leikskóla
Kristín Hildur Karlsdóttir, starfsmaður í leikskóla
Tara Lind Andrésdóttir, starfsmaður í leikskóla
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, starfsmaður í leikskóla
Dagskipulag
Árganganámskrá
Í Rjóðri leggjum við áherslu á gott samstarf við foreldra. Við hlökkum til samverunnar og samstarfsins.