Tæknin er hluti af okkar lífi og mikilvægt að börnin læri að nýta sér það besta sem snjalltæknin hefur uppá að bjóða. VIð hvetjum foreldra til að fylgjast vel með því sem börnin eru að gera í snjalltækjum og séu gagnrýnir á hvað börnin fá aðgang að. Hér fyrir neðan ætlum við að safna saman forritum sem við teljum geta verið gagnleg og styrkjandi fyrir nám og þroska:

-------------------------------------------------------------------

Orðagull

Smáforritið Orðagull er íslenskt smáforrit sem miðar að því að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu nemenda. Allt eru þetta mikilvægir undirstöðuþættir máls og læsis. Gengið er út frá því að smáforritið henti elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Í gegnum skráningarkerfi forritsins er foreldrum og kennurum gert kleift að meta árangur og fylgjast með framförum. Orðagull er ókeypis.

Möguleikar sem forritið býður upp á:

Að hlusta á og fara eftir heyrnrænum fyrirmælum
Muna og endurtaka fyrirmæli
Já og nei spurningar
Orðaforði
Orðalestur
Lesskilningur
Hlustunarskilningur

Orðagull á App store

----------------------------------------------------------------------

Lærum og leikum með hljóðin

Lærum og leikum með hljóðin er íslenskt kennsluefni sem miðar að því að efla hljóðkerfisvitund, framburð og tjáningu barna, hægt er að skoða efnið nánar með því að smella HÉR. Lærum og leikum með hljóðin, bækurnar, spjöldin, spilin, dvd diskurinn og appið miða að því að æfa framburð og efla hljóðkerfisvitund með börnunum. Fyrir skóla er alltaf best að kaupa aðgang að öllu appinu í einu en foreldrar geta keypt eitt og eitt hljóð eftir því hvaða hljóð barnið þeirra þarf að æfa, ekki er nauðsynlegt að kaupa allan pakkann.

Í appinu eru öll íslensku málhljóðin kennd á lifandi og skemmtilegan hátt með fyrirmynd fyrir hvert og eitt hljóð. Heiti bókstafanna og hljóð þeirra eru kennd með íslenska fingrastafrófinu um leið og lestrarferlið er undirbúið. Á sama tíma er réttur framburður hljóða kenndur.

Lærum og leikum með hljóðin fyrir Ipad

-----------------------------------------------------------------------------

Tölurnar okkar

Íslenskur leikur þar sem tölustafirnir eru kynntir fyrir börnum. Leikurinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára sem eru að læra að telja og þekkja tölustafina.

Tölurnar okkar fyrir Ipad

---------------------------------------------------------------------------------

Stærðfræðileikurinn

Einfalt íslenskt stærðfræðiforrit þar sem unnið er með samlagningu og frádrátt.

Stærðfræðileikurinn fyrir Ipad

---------------------------------------------------------------------------------

Plöntulykill

Greiningarlykill fyrir Flóru Íslands. Greina má plöntur fjölbreyttum leiðum t.d. eftir fjölda krónublaða, lit, blaðröndum, stöðu á stöngli eða stönglinum sjálfum. Íslenskt app.

Plöntulykill fyrir Iphone

Plöntulykill fyrir Android

-----------------------------------------------------------------------------------------------

Stafa plánetur

Stafa-Plánetur er gagnvirkur vefur ætlaður þeim sem eru að byrja að læra stafina. Vefurinn er á svæði Menntamálastofnunar og því aðgengilegur úr öllum tölvum sem hafa nettengingu. Leikurinn hentar vel fyrir spjaldtölvur. Hægt er að spora stafina, skoða þá eða æfa sig að finna réttan staf eftir fyrirmælum.

https://vefir.mms.is/stafaplanetur/
© 2016 - 2024 Karellen