news

Orð eru ævintýri - gjöf frá Menntamálastofnun

08. 03. 2024

Börnin í Klöppum tóku á móti bókagjöf frá Menntamálastofnun. Bókin Orð eru ævintýri er gjöf til allra barna á Íslandi fædd , 2018, 2019 og 2020. Markmið með útgáfu bókarinnar er að efla orðaforða barna með því að gefa þeim tækifæri til að spjalla um orð dagslegs lífs með stuðningi íslenskrar myndaorðabókar. Aftast í bókinni eru stuttar leiðbeiningar um notkun og hugmyndir að umræðuefnum. Bókin hefur verið þýdd á nokkur tungumál og verður á rafrænu formi á vef ásamt gagnvirkum verkefnum og kennsluleiðbeiningum fyrir leik- og grunnskóla. Bókin var unnin í samvinnu Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, náms[1]brautar í talmeinafærði við Háskóla Íslands, leikskólanna Laugasólar og Blásala, Austurbæjar[1]skóla og Menntamálastofnunar. Það er von okkar að bókin verði skoðuð sem oftast á heimili barnsins og rætt um myndirnar sem geta verið uppspretta nýrra ævintýra og leikja. Kötturinn Kúri birtist á öllum opnum bókarinnar og gaman að spreyta sig á að finna hvar hann leynist.

© 2016 - 2024 Karellen