Velkomin á Lund
Á Lundi veturinn 2023-24 eru 18 börn fædd árið 2021 & 2022
Á Lundi er unnið út frá áherslum Klappa og námssviðum Aðalnámskrár leikskóla. Við höfum til hliðsjónar Skólastefnu Akureyrarbæjar og lög um leikskóla.
Í Klöppum verður unnið út frá kenningum Lev Vygotsky og John Dewey þar sem áhersla er á nám í gegnum leik, læsi og stærðfræði í daglegu starfi.
Við fléttum inn í starfið námsefnið Lubbi finnur málbein, Leikur að læra, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, vináttuverkefni barnaheilla um bangsann Blæ, umhverfismennt og uppbyggingu sjálfsmyndar.
Leikskólinn Klappir stefnir að því að verða Heilsueflandi leikskóli, Skóli á grænni grein og Réttindaskóli Unicef.
Á Lundi starfa
Svala Ýrr Björnsdóttir, deildarstjóri. Vinnutími: 7.45 - 16.00
Kolbrún Gígja Einarsdóttir, leikskólakennari. Vinnutími: 8.00 - 16.00
Laufey Jónsdóttir, B.Ed. í leikskólafræðum. Vinnutími: 7.45/8.00 - 16.00/16.15
Gunnur Lilja Júlíusdóttir, B.A í uppeldisfræði. Vinnutími: 8.00 - 16.15
Monika Bartoncová, háskólamenntaður starfsmaður. Vinnutími: 7.45/8.00 - 16.00 (nema fimmtud.)
Dagskipulag
Mánaðardagatal
Sönglög á Lundi