Samstarf skólastiga
Klappir- Glerárskóli
Klappir og Glerárskóli leggja upp úr að vera í góðu samstarfi sín á milli með það markmið að undirbúa börnin sem best fyrir grunnskólabyrjun og jafnframt að viðhalda tengslum við leikskólann eftir að námi þar lýkur.
Með samstarfi skapast einnig vettvangur fyrir kennara til að ræða saman og miðla upplýsingum sín á milli.
Þáttakendur í samstarfinu eru elsti árgangur leikskóla, 1. bekkur og 6. bekk Glerárskóla.
Ábyrgðaraðilar fyrir samstarfi eru Ólöf Pálmadóttir Klöppum og Hrafnhildur Guðjónsdóttir deildarstjóri Glerárskóla.