news

Leikskólinn vígður við hátíðlega athöfn

25. 08. 2023


Í dag komu forsetahjónin okkar þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid í heimsókn í Klappir en það var liður í opinberri heimsókn þeirra til Akureyrar. Þegar við fengum fregnir af heimsókninni var ákveðið að biðla til Guðna að taka þátt í vígsluhátíð í Klöppum en vegna aðstæðna þann 6. september 2020 var ekki hægt að hafa formlega vígsluhátíð. Forsetinn okkar tók auðvitað vel í það verkefni og voru það þau Guðni og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar sem klipptu á borðann og þau Fríða Nótt Einarsdóttir og Helgi Þór Einarsson hjálpuðu til. Arna Líf Reynisdóttir afhenti svo forsetahjónunum kort og þakkaði þeim fyrir komuna. Dagurinn gat ekki verið betri, skólinn loksins vígður, dásamlegt veður og frábær athöfn sem endaði með því að börnin sungu við undirleik Helenu Ránar.

Guðni skellti sér auðvitað í rennibrautina eins og flestir gestir í Klöppum.

Til hamingju allir með daginn.


© 2016 - 2024 Karellen