Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd.
Klappir er á grænni grein og vinnur markvisst að því að skapa umhverfisvænan skóla með það að markmiði efla skilning barnanna á sjálfbærri þróun og eigin áhrifum á umhverfið.
Nánar má lesa um verkefnið hér
Umhverfissáttmáli Klappa
Börn og starfsfólk í Klöppum ganga vel um nánasta umhverfi og jörðina okkar. Við viljum leitast við að auka nægjusemi og nýta betur það sem jörðin gefur af sér. Einnig að skila henni til baka með öllu því sem hægt er með því að flokka, endurnýta, spara orku og draga úr mengun
Umhverfisálfarnir okkar voru teiknaðir af Unni Eyfjörð og bera þeir nöfnin Björk og Birkir. Þau notum við til að minna okkur á að huga vel að umhverfi okkar og myndir af þeim festum við t.d. við ljósarofa til að muna að slökkva ljósin og vatnskrana sem minnir okkur á að láta ekki vatnið renna að óþörfu. Eftir fyrirmyndinni heklaði Sigrún Ella Meldal álfa sem hljálpa okkur enn frekar að muna eftri umhverfisstarfinu okkar.