news

Benedikt búálfur og Dídí mannabarn heimsóttu Klappir

26. 09. 2021

Á föstudaginn heimsóttu Benedikt búálfur og Dídí mannabarn börn og starfsfólk í Lóni og Helli. Þau sungu nokkur lög og gáfu svo leikskólanum disk með lögunum úr leikritinu. Börnin voru flest ánægð að sjá vinina tvo en nokkur voru svolítið smeyk við þessa gesti. Benedikt og Dídí skelltu sér í hópmyndatöku með börnum og starfsfólki og áður en þau yfirgáfu Klappir fengu þau svo að renna sér í inni rennibrautinni sem vakti mikla lukku hjá þeim sjálfum og börnunum.

Takk fyrir okkur

© 2016 - 2022 Karellen