Karíus og Baktus heimsækja leikskólann!
Í tilefni Tannverndarvikunnar ákváðu kennarar að hrista rykið af leiklistarhæfileikum sínum og settu upp leikrit um þá félaga Karíus og Baktus. Leikritið vakti mikla kátínu meðal barnanna, sem lærðu í leiðinni hversu mikilvægt það er að bursta tennurnar – svo þeir félagar endi ekki með fasta búsetu í munninum!