Í janúar héldum við fjölmenningarviku og áttum skemmtilega og lærdómsríka daga í leikskólanum. Eldri börnin unnu verkefni um fjölbreytileika og ræddu vináttu á Barnaþingi. Börnin teiknuðu myndir af fjölskyldum sínum, lituðu þjóðfána og hlustuðu á sögur og tónlist á ýmsum tungumálum. Foreldrar tóku einnig þátt með lestri og tónlist. Vikunni lauk með þorrablóti í tilefni bóndadags, þar sem börnin fengu að smakka hefðbundinn íslenskan mat. Fjölmenningarvikan gaf börnunum tækifæri til að kynnast ólíkum menningarheimum og læra að meta fjölbreytileika samfélagsins