news

Klappir UNICEF Réttindaskóli

17. 11. 2023

Í dag, 14. nóvember urðum við í Klöppum UNICEF Réttindaskóli. Viðurkenningin gildir til ársins 2026 en þá verður endurmat á okkar verkefnum og vinnu tengdum UNICEF. Hafdís Ólafsdóttir, deilarstjóri, hefur leitt verkefnið áfram ásamt UNICEF teymi skólans en þar sitja fulltrúar kennara af öllum deildum. Í skólanum er líka starfandi réttindaráð og í því sitja börnin á Helli. Börnin í réttindaráðinu tóku við viðurkenningunni ásamt Hafdísi við mikinn fögnuð. Börnin völdu að dansa við athöfnina og var það Eva Reykjalín sem leiddi þau í dansinum og þau völdu einnig að fá pizzu í matinn þennan dag sem var borðuð af bestu list.

Markmið réttindaskóla unicef eru að auka þekkingu á mannréttindum, auka lýðræði, hvatning til að hafa áhrif, samstarf milli þeirra aðila sem koma að uppeldi og námi barna og að forsendur barnasáttmálans séu hafðar að leiðarljósi í daglegu starfi skólans.

Til hamingju með daginn

© 2016 - 2024 Karellen