Ráðleggingar varðandi veikindi barna

Algengasta orsök fjarvista barna eru smitsjúkgómar (kvef, ælupest, niðurgangur, eyrnabólga o.s.frv. og rannsóknir hafa sýnt að smithætta á milli barna er hvað mest í leikskólanum.

Alla jafna er um saklausar sýkingar að ræða en vandræði geta orðið ef upp koma faraldrar meðal barna, starfsfólks og/eða foreldra. Hafa þarf í huga að smithættan er oft mest áður en veikinda verður vart.

Almennt gildir að ekki er hægt að láta greininguna stýra í blindni fjarveru en barn sem hefur verið hitalaust í sólarhring, (<38°) borðar og drekkur nokkuð eðlilega þarf ekki að vera heima.

Þetta gildir almennt séð líka þó meðferð sé í gangi með sýklalyfjum eð ainnöndunarlyfjum. Afar álgengt er að útbrot fygli verusýkingum hjá börnun, þessi útbrot smita alla jafna ekki.

Það er mikilvægt að horfa einnig á líðan barnsins þegar það hefur tekist á við veikind, hvort það sé tilbúið til að takast á við leikskóladaginn, leik og starfi, inni sem úti.

Hér er að finna sérstakar ráðleggingar til foreldra, starfsfólks skóla og dagforeldra frá hendi Vals Helga Kristinssonar, yfirlæknis Heilsugæslunnar á Akureyri og Eyglóar Sesselju Aradottur, sérfræðingi í smitsjúkdókum barna.







© 2016 - 2024 Karellen