Leikskólinn Klappir stefnir að verða Réttindaskóli Unicef árið 2023.

Réttindaskólar byggja starf sitt á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og eru lykilhugtök hans, umhyggja, vernd og þátttaka. Sáttmálinn telur alls 54 greinar sem snúa allar að réttindum barna. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar, að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi og að þeim sem koma að málefnum barna ber að framfylgja Sáttmálanum.

Barnasáttmálinn verður notaður sem rauður þráður í gegnum starf Klappa. Markmið Klappa er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi þar sem grunnforsendur Barnasáttmálans verða hafðar að leiðarljósi fyrir allar ákvarðanir skólans. Starf skólans miðar að því með markvissum hætti að nemendur verði gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi en auk þess að Barnasáttmálinn endurspeglist í samskiptum nemenda og kennara.

Hver deild innleiðir barnasáttmálann í námskrá sína og starf út frá þroska og getu barnahópsins. Skólinn tók þátt í barnamenningarhátíð Akureyrar í apríl 2022 en verkefnið sem börnin gerðu tengist vinnu þeirra í kringum barnasáttmálann.


Klappir stefnir auk þess á að innleiða forvarnarverkefnið Vinátta á vegum Barnaheilla sem samræmist vel réttindaskóla vinnunni. Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Hugmyndafræðin endurspeglast í fjórum gildum sem eru umhyggja, umburðarlyndi, virðing og hugrekki. Yngstu deildir skólans byrjuðu að innleiða verkefnið vorið 2022 sem svo fylgir þeim nemendum út skólagönguna.

Hér að finna fræðsluefni í tengslum við barnasáttmálann og unicef.

Hvað veist þú um réttindi barna? - Vísir (visir.is)

Við eigum öll réttindi - | KrakkaRÚV (ruv.is)

Vinátta | Barnaheill

Réttindaskóli UNICEF | Unicef staðgengils

© 2016 - 2023 Karellen