news

Sjöunda deildin opnar

20. 09. 2021

Í dag opnaði sjöunda deildin, Lundur (börn fædd 2016). 10 börn byrjuðu í aðlögun með foreldra sér til stuðnings. Frá opnun höfum við fengið aðsendan mat en nú er eldhúsið orðið klárt og matráðir skólans byrjaðir að elda samkvæmt matseðli Akureyrarbæjar. Salurinn á neðri hæðinni verður tilbúinn í vikunni og erum við þá komin með öll rými skólans í notkun. Börnin í Helli og Lóni byrja í íþróttum í þessari viku og mun Sissi sjá um íþróttakennslu. Á þriðjudögum og fimmtudögum höfum við aðgang að íþróttahúsinu við Glerárskóla en þess á milli munum við nýta salinn okkar fyrir hreyfistundir. Við höfum einnig komið upp aðstöðu fyrir einingakubba leik sem og hlutverkaleik í salnum.

© 2016 - 2022 Karellen