news

Rauðhetta og úlfurinn

17. 11. 2023

Í dag var sett á svið leiksýningin Rauðhetta og úlfurinn fyrir öll börnin í sal skólans og var það starfsfólk skólans sem skellti sér í búning og inn í sögusviðið. Börnin lifðu sig inn í sýninguna, sum með gleði, önnur með undrun og enn önnur með nokkrum tárum og jafnvel grát.

Rauðhetta litla fór frá mömmu sinni með körfu undir hendinni en varð fyrir þeirri ógæfu að hitta úlfinn sem plataði hana til að tína blóm handa ömmu meðan hann hljóp til ömmu og borðaði hana. Þegar rauðhetta kom í hús ömmu þóttist hann vera amman og eftir smá spjall borðaði hann hana líka. Veiðimaðurinn, bjargvætturinn, kom þá og bjargaði þeim stöllum úr maga úlfsins sem þau fylltu af grjóti og hvarf úlfurinn þyrstur eftir uppskurðinn beint í lyftuna og sást ekki meir.

Góða helgi

© 2016 - 2023 Karellen